Íslenska aðferðin í baráttunni gegn klámi og vændi kynnt í New York28. febrúar 2011

Þessa dagana stendur yfir árlegur kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna í New York.  Í tengslum við fundinn þyrpast fulltrúar alþjóða kvennahreyfingarinnar til borgarinnar til þess að þrýsta á um bættan heim og til þess að funda og ráða ráðum sínum.  Fjölmargir hliðarviðburðir eiga sér stað og norrænar konur láta ekki sitt eftir liggja.  Talskona Stígamóta og talskona Kvinnefronten í Noregi og talskona sænsku kvennaathvarfarhreyfingarinnar buðu upp á dagskrá um "Norrænu leiðina".   Eftir að Noregur og Ísland fetuðu í fótspor Svía og bönnuðu kaup á konum er nú almennt talað um norrænu leiðina.    Margir keppa um athyglina og því var ómögulegt að vita hver aðsóknin yrði.  Það var ánægjulegt lúxusvandamál að færri komust að en vildu og konur alls staðar að úr heiminum sýndu mikinn áhuga. 
Það var ekki leiðinlegt að geta sagt frá einhuga kvennahreyfingu sem seldi kynjagleraugu m.a. til þess að bæta þjónustu við konur a leið úr vændi.  Það var heldur ekki leiðinlegt að sýna mynd af allri íslensku ríkisstjórninni með gleraugun.  Það var útskýrt að á Íslandi þykir ekki nóg að banna kaup á konum.  Á Íslandi höfum við líka lokað búðunum sem selja aðgang að konum.   Á meðfylgjandi slóð má sjá frétt sænsku kolleganna með myndum.  http://roksbloggen.blogspot.com/2011/02/succe-for-den-nordiska-modellen.html

SKRUNAÐU

Þessa dagana stendur yfir árlegur kvennanefndarfundur Sameinuðu þjóðanna í New York.  Í tengslum við fundinn þyrpast fulltrúar alþjóða kvennahreyfingarinnar til borgarinnar til þess að þrýsta á um bættan heim og til þess að funda og ráða ráðum sínum.  Fjölmargir hliðarviðburðir eiga sér stað og norrænar konur láta ekki sitt eftir liggja.  Talskona Stígamóta og talskona Kvinnefronten í Noregi og talskona sænsku kvennaathvarfarhreyfingarinnar buðu upp á dagskrá um "Norrænu leiðina".   Eftir að Noregur og Ísland fetuðu í fótspor Svía og bönnuðu kaup á konum er nú almennt talað um norrænu leiðina.    Margir keppa um athyglina og því var ómögulegt að vita hver aðsóknin yrði.  Það var ánægjulegt lúxusvandamál að færri komust að en vildu og konur alls staðar að úr heiminum sýndu mikinn áhuga. 

Það var ekki leiðinlegt að geta sagt frá einhuga kvennahreyfingu sem seldi kynjagleraugu m.a. til þess að bæta þjónustu við konur a leið úr vændi.  Það var heldur ekki leiðinlegt að sýna mynd af allri íslensku ríkisstjórninni með gleraugun.  Það var útskýrt að á Íslandi þykir ekki nóg að banna kaup á konum.  Á Íslandi höfum við líka lokað búðunum sem selja aðgang að konum.   Á meðfylgjandi slóð má sjá frétt sænsku kolleganna með myndum.  http://roksbloggen.blogspot.com/2011/02/succe-for-den-nordiska-modellen.html

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót