Ef þú átt kynferðislega upplifun sem þér líður illa yfir og getur ekki hætt að hugsa um eða getur ekki endilega sett orð á, þá gæti verið gott að panta tíma til að ræða málin betur. Hringdu í síma 562-6868, sendu tölvupóst á [email protected] eða fylltu út tímabókunarformið hér á síðunni til að bóka viðtal eða ræða málin. Þú getur haft samband með fullri nafnleynd en við gerum ekki kröfu um að gefið sé upp nafn eða kennitala við tímabókun. Við biðjum um fornafn og símanúmer en þú ræður hvort þú gefur það upp.

 

0%

þeirra sem leita til Stígamóta þjást af skömm og sektarkennd vegna ofbeldisins.

0%

þeirra sem leita á Stígamót voru fyrst beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar.

0%

segjast þekkja þann sem beitti þau kynferðisofbeldinu.

Var þetta ofbeldi?

Oft efast fólk um að það ofbeldi sem það var beitt sé nægilega alvarlegt til að leita til Stígamóta. Þegar einstaklingar koma fyrst er ekki óalgengt að þeir telji sig ekki eiga rétt á aðstoð þar sem þeirra upplifun sé ekki eins alvarleg og annarra og þeir vilja ekki taka tíma frá öðrum. Okkar reynsla er hins vegar sú að ef fólk hefur upplifað að farið sé yfir þeirra mörk á kynferðislegan hátt þá getur það verið að glíma við afleiðingar sem hafa hamlandi áhrif á líðan og lífsgæði þess. Það nákvæmlega hvað gerðist er ekki endilega mælikvarði á hvers konar eða hversu miklar afleiðingar fólk er að takast á við.

Um börn og unglinga

Ástæða þess að Stígamót taka ekki á móti börnum og unglingum undir 18 ára er að barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þennan hóp. Grun eða vitneskju um kynferðislega misnotkun eða ofbeldi gegn barni eða unglingi skal tilkynna til 112 sem kemur málinu í réttan farveg. Hægt er að óska eftir nafnleynd. Öllum er þó velkomið að hafa samband við Stígamót til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Undantekingu er hægt er að gera ef þú ert yngri en 18 ára ef málið þitt er nú þegar þekkt í barnaverndarkerfinu. Að sama skapi ef málið þitt er ekki þekkt innan kerfisins getum við aðstoðað þig við að tilkynna það til réttra aðila sem geta gefið þér upplýsingar um rétt þinn og veitt aðstoð.

Ef einstaklingur segir frá kynferðislegri misnotkun gegn barni sem er undir 18 ára aldri þá erum við á Stígamótum lagalega skuldbundin til að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda. Þetta á einungis við um einstaklinga sem eru undir 18 ára aldri í dag en ekki gömul mál fullorðinna einstaklinga.