Hver ber ábyrgð á kynferðisofbeldi?24. júlí 2014

Því miður búum við ennþá í samfélagi þar sem sjá má ríka tilheigingu til þess að gera lítið úr þætti ofbeldismanna og réttlæta hegðun þeirra með tilvísun í hegðun brotaþola.
Næstkomandi laugardag verður Druslugangan haldin í fjórða skiptið. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14:00 og niður á Austurvöll. Hugmyndin að baki Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá brotaþolum yfir á þá sem beita kynferðisofbeldi og skila þar með skömminni sem svo margir brotaþolar upplifa.
Hér er myndband með Reykjavíkurdætrum, Halldóri Eldjárn og Ásdísi Maríu þar sem stungið er á þessu kýli samfélagsins:
http://infront.is/myndbond/islenskar-druslur/

SKRUNAÐU

Hjá Stígamótum leggjum við ríka áherslu á að uppræta skaðlegar staðalímyndir sem tengjast kynferðisofbeldi. Til þess að fyrirbyggja ofbeldi og til þess að takast á við afleiðingar þess, þarf að hafa skilning á fyrirbærinu og heildarsýn í huga. Enn má sjá ríka tilheigingu til þess að gera lítið úr þætti ofbeldismanna og réttlæta hegðun þeirra með tilvísun í hegðun brotaþola. Ósýnileiki og þöggun gegna svipuðu hlutverki og má sjá mýmörg dæmi um slíkt í bæði tali og myndefni í fræðslu. Úr þessu verður að bæta ef létta á ábyrgðinni af brotaþolum og losa þá við órökrétta skömm og sektarkennd.

Næstkomandi laugardag verður Druslugangan haldin í fjórða skiptið. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14:00 og niður á Austurvöll. Hugmyndin að baki Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá brotaþolum yfir á þá sem beita kynferðisofbeldi og skila þar með skömminni sem svo margir brotaþolar upplifa aftur þangað sem hún á heima. 

Hér er myndband með Reykjavíkurdætrum, Halldóri Eldjárn og Ásdísi Maríu þar sem stungið er á þessu kýli samfélagsins:
http://infront.is/myndbond/islenskar-druslur/

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót