Hvað er réttlæti fyrir þolendum kynferðisofbeldis og hvaða leiðir eru færar?2. janúar 2017

Hildur Fjóla Antonsdóttir flytur hádegisfyrirlestur á Stígamótum Laugavegi 170, 2. hæð,
fimmtudaginn 12. janúar kl. 12 – 14

SKRUNAÐU

Hildur Fjóla Antonsdóttir flytur hádegisfyrirlestur á Stígamótum Laugavegi 170, 2. hæð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 12 – 14

Hildur Fjóla sem er doktorsnemi í réttarfélagsfræði mun halda fyrirlestur um forniðurstöður doktorsrannsóknar sinnar um réttlæti og kynferðisofbeldi. Markmið rannsóknarinnar er í fyrsta lagi að að öðlast betri skilning á því hvernig fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi lýsir, skynjar og upplifir (ó)réttlæti; og í öðru lagi að kanna hvort, og þá hvernig, sú þekking getur nýst til að þróa leiðir sem geta mætt réttlætisþörfum og -hagsmunum fólks sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, bæði innan og utan refsiréttarkerfisins. Rannsóknin byggir á viðtölum við fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, þ.e. við 35 þátttakendur á Íslandi og 9 í Noregi.

(Fyrirlesturinn er kl. 12-13 og umræður kl. 13-14, fyrir þau sem hafa tækifæri til þess að taka langt hádegishlé)

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót