Hljómsveitin Quarashi gefur Stígamótum 500.000 kr6. júlí 2011

Oft á ári berast fregnir af því að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á skemmtunum og útihátíðum og jafn oft er þessum ofbeldisverkum lýst í fjölmiðlum á þá leið að um "leiðinda atvik á annars glæsilegri hátíð" hafi átt sér stað. Forsvarsmenn Bestu hátíðarinnar, hljómsveitin Quarashi, sem og aðrar hljómsveitir sem þar koma fram, vilja leggja þunga áherslu á að ofbeldi og sér í lagi kynferðislegt ofbeldi, verði ekki liðið á hátíðinni.
 
Þar sem nú stefnir í að allt að 10 þúsund manns muni safnast saman á Bestu útihátíðinni er það draumur hátíðarhaldara og þeirra hljómsveita sem þar koma fram að allir geti gengið frá stoltir og ánægðir. En umfram allt er það draumur allra að þeir sem hátíðina sækja geti sýnt og sannað að gróf ofbeldisbrot þurfa ekki að vera fastur fylgihlutur útihátíða á borð við þessa. "Ein nauðgun, eitt ofbeldisverk er einu of mikið."
 
Nei hópurinn hefur verið starfandi síðan 2003 og hefur frá upphafi sótt útihátíðir til þess að vekja athygli á alvarleika nauðgana og fyrirbyggja að slík ofbeldisverk séu framin. Forsvarsmenn Bestu útihátíðarinnar eru Nei-hreyfingunni þakklátir fyrir hún hyggst mæta á hátíðina og verð öllum hátíðargestum sýnileg og að boðskapur hreyfingarinnar verði sem fyrirferðarmestur innan um alla tónlistina og gleðina.

Þá hyggst hljómsveitin Quarashi gefa Stígamótum 500 þúsund krónur af þeim tekjum sem hún hefur af því að koma fram.

SKRUNAÐU

Oft á ári berast fregnir af því að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á skemmtunum og útihátíðum og jafn oft er þessum ofbeldisverkum lýst í fjölmiðlum á þá leið að um "leiðinda atvik á annars glæsilegri hátíð" hafi átt sér stað. Forsvarsmenn Bestu hátíðarinnar, hljómsveitin Quarashi, sem og aðrar hljómsveitir sem þar koma fram, vilja leggja þunga áherslu á að ofbeldi og sér í lagi kynferðislegt ofbeldi, verði ekki liðið á hátíðinni.
 
Þar sem nú stefnir í að allt að 10 þúsund manns muni safnast saman á Bestu útihátíðinni er það draumur hátíðarhaldara og þeirra hljómsveita sem þar koma fram að allir geti gengið frá stoltir og ánægðir. En umfram allt er það draumur allra að þeir sem hátíðina sækja geti sýnt og sannað að gróf ofbeldisbrot þurfa ekki að vera fastur fylgihlutur útihátíða á borð við þessa. "Ein nauðgun, eitt ofbeldisverk er einu of mikið."
 
Nei hópurinn hefur verið starfandi síðan 2003 og hefur frá upphafi sótt útihátíðir til þess að vekja athygli á alvarleika nauðgana og fyrirbyggja að slík ofbeldisverk séu framin. Forsvarsmenn Bestu útihátíðarinnar eru Nei-hreyfingunni þakklátir fyrir hún hyggst mæta á hátíðina og verð öllum hátíðargestum sýnileg og að boðskapur hreyfingarinnar verði sem fyrirferðarmestur innan um alla tónlistina og gleðina.

Þá hyggst hljómsveitin Quarashi gefa Stígamótum 500 þúsund krónur af þeim tekjum sem hún hefur af því að koma fram.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót