Hjálmar M. Sigmarsson nýr starfsmaður Stígamóta1. apríl 2014

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að Hjálmar Minić Sigmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Stígamótum. Hjálmar hefur í mörg ár beitt sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi m.a. í Feministafélagi Íslands og sérstaklega í Nei hópnum. Hann hefur unnið hjá UN Women og á Jafnréttisstofu og hann er að ljúka meistaragráðu í kynjafræði á Spáni.

SKRUNAÐU

Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að Hjálmar Minić Sigmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Stígamótum. Hjálmar hefur í mörg ár beitt sér í baráttunni gegn kynferðisofbeldi m.a. í Feministafélagi Íslands og sérstaklega í Nei hópnum. Hann hefur unnið hjá UN Women og á Jafnréttisstofu og hann er að ljúka meistaragráðu í kynjafræði á Spáni.

Það er sannarlega kominn tími til þess að starfshópur Stígamóta endurspegli þá staðreynd að 18% þeirra sem leituðu hjálpar hjá okkur árið 2013 voru karlar.

Hjálmar mun taka þátt í fræðslustarfi með sérstakri áherslu á aðkomu karla að ofbeldi, en hann mun einnig sinna ráðgjöf eins og annað starfsfólk. Hann tekur til starfa þegar hann kemur heim í sumar. Starfssystur hans geta varla beðið og bjóða hann velkominn í hópinn.

"Photo:

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót