Hinsegin fólk á Stígamótum – morgunverðarfundur23. nóvember 2015

Komið er að þriðja fundinum í morgunverðarfundarröð Stígamóta um fjölbreytileika og forréttindi! Sigríður Birna Valsdóttir leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 ræðir "Hinseginmeðvitund í ráðgjafarstarfi". Frá Trans Íslandi kemur Ugla Stefanía Jónsdóttir.

SKRUNAÐU

Komið er að þriðja fundinum í morgunverðarfundarröð Stígamóta um fjölbreytileika og forréttindi!

Fimmtudagur, 26. nóvember kl. 8:30-10:00 á Stígamótum, Laugavegi 170, 2. hæð.

Sigríður Birna Valsdóttir leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 ræðir "Hinseginmeðvitund í ráðgjafarstarfi". Frá Trans Íslandi kemur Ugla Stefanía Jónsdóttir.

Á haustmisseri hafa Stígamót boðið upp á morgunverðarfyrirlestra um margbreytileika og forréttindi. Við höfum alltaf verið meðvituð um að heimurinn er ekki svarthvítur. Þó að kyn hafi mikil áhrif á það hver okkar eru í mestri hættu á að vera beitt ofbeldi, þá spila margar aðrar breytur stór hlutverk líka. 

Tilgangur þessarar fyrirlestrarraðar er að skoða hvernig ólíkur bakgrunnur ýmissa hópa hefur áhrif á forréttindi, fordóma og mismunun. Sérstök áhersla verður á ofbeldi og aðgang að þjónustu til að vinna úr afleiðingum þess. 

Verið öll velkomin, við bjóðum upp á kaffi og brauð og það er frítt inn!

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót