Goðsagnir um vændi númer 9 og 1011. febrúar 2014

Hér má sjá gosagnir númer níu og tíu

„ Aðeins fólk í kynlífsiðnaðinum ætti að tala um vændi, því að þau vita best“:

Eru konur sem hafa búið við ofbeldi á heimili sínu þær einu sem hafa rétt á að ræða það opinberlega?

Heimilisofbeldi er viðurkennt samfélagslegt verkefni og hefur áhrif á alla – karla sem konur. Vændi hefu líka áhrif á okkur öll. Það flytur ungu fólki þau skilaboð að vændi sé venjulegt og þannig er gert lítið úr því, það er jafnvel gætt töfraljóma af fjölmiðlum og í menningariðnaðinum.

SKRUNAÐU

Hér má sjá gosagnir númer níu og tíu

„ Aðeins fólk í kynlífsiðnaðinum ætti að tala um vændi, því að þau vita best“:

Eru konur sem hafa búið við ofbeldi á heimili sínu þær einu sem hafa rétt á að ræða það opinberlega?

Heimilisofbeldi er viðurkennt samfélagslegt verkefni og hefur áhrif á alla – karla sem konur. Vændi hefu líka áhrif á okkur öll. Það flytur ungu fólki þau skilaboð að vændi sé venjulegt og þannig er gert lítið úr því, það er jafnvel gætt töfraljóma af fjölmiðlum og í menningariðnaðinum. Einnig er orðið hóra notað víða í niðurlægjandi tilgangi. Fyrir hverja konu í „ kynlífsiðnaðinum“ eru fjölmargar sem hafa lifað af vændið en sjaldan tjáð sig um það áfall sem sú reynsla er. Og síðan eru milljónir fólks enn í vændi sem eru ósýnileg með öllu. Það er kominn tími til að hlusta á þau.

 

„Vændi er gagnlegt fyrir samfélagið, sérstaklega einmanna og einangraða menn“.

 Vændiskaupendur falla ekki að þessari staðalmynd: alþjóðlegar rannsóknir sýna að meirihluti þeirra sem kaupa vændi eru karlmenn sem eru giftir eða í sambandi, og eru líklegri til að eiga fleiri kynlífsfélaga ( þó það sé ekki í gegnum vændi) heldur en aðrir karlmenn. Með því að réttlæta vændi sem hluta af félagslegri uppbyggingu samfélaga, er verið að gefa það í skyn að  konum sé fórnað á kostnað þarfa þessara manna. Vonandi ert  þú eða systir/eiginkona/dóttir/vinkona þín ekki hluti af þessum fórnarkostnaði. Konur í vændi eru fyrst og fremst konur sem eiga að njóta jafnra réttinda og mannlegrar virðingar.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót