Góð orð óskast3. júní 2015

Þrátt fyrir að Stígamót séu orðin 25 ára samtök höfum við ekki fundið svör við öllum okkar vangaveltum og ansi margt er enn ógert. Eitt af því sem hefur vafist fyrir okkur lengi er orðanotkun og hugtök. Við upplifum okkur stundum hálfmálhölt því enn vantar orð til þess að lýsa veruleikanum.

SKRUNAÐU

Þrátt fyrir að Stígamót séu orðin 25 ára samtök höfum við ekki fundið svör við öllum okkar vangaveltum og ansi margt er enn ógert. Eitt af því sem hefur vafist fyrir okkur lengi er orðanotkun og hugtök. Við upplifum okkur stundum hálfmálhölt því enn vantar orð til þess að lýsa veruleikanum.

Tökum sem dæmi orð eins og survivor sem notað er um fólk sem lifað hefur af kynferðisofbeldi. Orðið er umdeilanlegt því við ætlumst til þess að fólk öðlist meiri lífsgæði eftir kynferðisofbeldi en að lifa það af.

Ekkert íslenskt orð er til sem við erum ánægð með og almennt er talað um þolanda eða fórnarlömb.. Við höfum notað brotaþoli en það er ekki lýsandi heldur.

Almennt eru notuð orð eins og gerandi og þolandi en þau eru villandi. Í öðru samhengi þýðir orðið þolandi, manneskja sem ekki tekur ábyrgð á aðstæðum sínum, heldur lætur sig reka í gegnum lífið. Orðið gerandi er jákvætt hlaðið sbr. að vera gerandi í eigin lífi og villandi að nota slík orð um þá einstaklinga sem nauðga og brjóta á grundvallar mannréttindum annarra.

Fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi eru ekki þolendur, heldur hafa þau oftast gert það sem þau gátu til þess að verjast ofbeldinu og geta verið fyrirmyndar gerendur í lífinu.

Að tala um ofbeldismenn nær ekki vel yfir þá staðreynd að konur beita líka stundum kynferðisofbeldi þó í minna mæli sé. Það má þó minna á að orðið maður nær yfir bæði konur og karla. Að tala um nauðgara nær ekki yfir þá sem beita kynferðislegri áreitni. Bæði orðin fela e.t.v. líka þá staðreynd að nauðgarar og ofbeldismenn eru venjulegt fólk með þeirri undantekningu að þau meiða aðra. Brotamenn er sambærilegt við brotaþola en ekki gott heldur. Orðið perpetrator er ágætt á ensku en við höfum ekki góða þýðingu á því.

Tal um skrímslavæðingu er áhugavert og ögrandi en má þó ekki verða til þess að við getum ekki kallað skóflu skóflu. Það væri áhugavert að vita hvort við getum eða eigum að umorða raunveruleikann þannig að fólk treysti sér frekar til þess að segja frá ofbeldi og betur gangi að fá þá sem beita ofbeldinu til þess að taka ábyrgð á því vegna þess að það er óbærilegt að vera ofbeldismaður eða nauðgari. Ögrandi og mikilvæg spurning.

Það væri gaman að heyra frá fólki um þessar hugleiðingar og enn skemmtilegra ef fólk hefur hugmyndir um góð orð eða nýyrði sem fanga veruleikann

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót