Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Stígamót eru fyrir karla, konur og kvár (18 ára og eldri) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd. Einnig bjóðum við aðstandendum og fagfólki upp á ráðgjöf og stuðning.
Mörg efast um að það ofbeldi sem þau voru beitt sé nægilega alvarlegt til að leita til Stígamóta, en kynferðisofbeldi er ekki eingöngu líkamleg valdbeiting heldur einnig óumbeðin og óviðeigandi kynferðisleg hegðun með eða án snertingar. Hún getur átt sér stað í raunheimum og í gegnum stafræna miðla.
Fólk sem leitar til okkar er að koma vikum, mánuðum eða mörgum árum eftir að ofbeldið átti sér stað, en afleiðingar ofbeldsins geta truflað daglegt líf þó langur tími sé liðinn. Hér fyrir neðan eru tilgreindar nokkrar ástæður þess að fólk leitar til okkar, þekkir þú eitthvað af þessu?
Ástæður þess að fólk leitar til Stígamóta:
Algengar afleiðingar kynferðisofbeldis eru til dæmis:
Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og finnst þú bera afleiðingar þess getur þú hringt í okkur og pantað tíma; síminn er 5626868. Einnig getur þú sent inn beiðni um viðtal eða sent okkur tölvupóst á [email protected]
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.