Framhaldsskólanemum boðið til fundar16. mars 2017

Stígamót hafa boðið nemendafélögum og femínistafélögum framhaldsskólanna til fundar. Boðið er hér að neðan og eru áhugasamir framhaldsskólanemar hvattir til að mæta.

SKRUNAÐU
Stígamót hafa boðið nemendafélögum og femínistafélögum framhaldsskólanna til fundar. Boðið er hér að neðan og eru áhugasamir framhaldsskólanemar hvattir til að mæta.
 
Ágætu framhaldsskólanemar,
 
Stígamót vilja bjóða ykkur til fundar þriðjudaginn 28. mars kl. 15:00-16:30. Hann verður haldinn á Stígamótum, Laugavegi 170, 2. hæð.  Til fundarins er boðið nemendafélögum og femínistafélögum framhaldsskólanna en þið megið senda boðið áfram á þá samnemendur sem gætu haft áhuga.
 
Ástæðan fyrir því að okkur langar að funda með ykkur framhaldsskólanemum er sú staðreynd að kynferðisofbeldi snertir ansi marga í ykkar aldurshópi og við erum fullviss að með sameiginlegum aðgerðum getum við bætt stöðuna heilmikið. Okkur langar að heyra ykkar hugmyndir og hugleiðingar.
 
Hingað á Stígamót koma brotaþolar kynferðisofbeldis í viðtöl hjá ráðgjöfum til að fá hjálp við að vinna úr afleiðingum. Tæplega 70% þeirra sem hingað leita voru beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Hins vegar leitar fólk oft ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum síðar. Okkur langar að skoða leiðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi sem og að opna betur þjónustuna þannig að ungt fólk á framhaldsskólaaldri geti auðveldlega fengið hjálp.
 
Á fundinum ætlum við að halda smá kynningu á starfi Stígamóta og hvernig við sjáum fyrir okkur að ungt fólk geti stutt baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Eftir það langar okkur að hafa smá spjall og hugarflug.
 
Í boði verða léttar veitingar.
 
Vonandi getur einhver frá ykkur mætt! 
 
Hlökkum til að hitta ykkur!
Steinunn, Hjálmar, Guðrún og Erla á Stígamótum.
 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót