Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Hægt er að óska eftir fræðslu og fyrirlestrum hjá Stígamótum. Algengt er að skólar, stofnanir og félagasamtök óski eftir fyrirlestri og er þá greitt fyrir þjónustuna. Reynt er að bregðast við slíkum beiðnum eins og tími og kraftar leyfa.
Við bjóðum upp á alls kyns fræðslu fyrir skóla og nemendafélög. Oft er fókusinn á heilbrigð sambönd, mörk og samþykki eða um forvarnaáætlanir í skólum.
Stofnunum og fyrirtækjum er velkomið að hafa samband og við finnum fræðslu sem hentar ykkur og ykkar starfsemi.
Að skiptast á þekkingu við önnur félagasamtök er okkur afar mikilvægt.
Vinsælt er að hópar óski eftir því að heimsækja Stígamót til þess að kynnast starfseminni. Slíkt hentar vel með nemahópa, fagaðila sem vilja kynna sér betur viðfangsefnið og aðra sem mögulega gætu þurft á þjónustunni að halda. Einnig er það algengt að stúdentar sem vilja skrifa eða rannsaka ofbeldi leiti sér upplýsinga og ráðgjafar og er reynt að mæta því eins og hægt er.
Feminísk viðhorf fela í sér þau megin gildi að líta ekki á þá sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi sem varnarlaus fórnarlömb eða sjúka einstaklinga heldur einstaklinga sem hafa lifað af ógnandi ofbeldi og búa þess vegna yfir miklum styrk. Jafnframt lítum við svo á að viðbrögð einstaklinga við kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á líf þeirra séu eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Vinnan á Stígamótum felst því í að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk, aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta.
Á hverju ári eru teknar saman miklar tölfræðiupplýsingar unnar upp úr komuskýrslum sem stígamótafólk fyllir út við komu í fyrsta viðtal. Tölfræðin hefur reynst mikilvægt verkfæri til þess að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast ofbeldi. Í fyrirlestrahaldi er því vitnað í tölfræðigögn Stígamóta.
Þó mikil vinna hafi verið unnin á undanförnum áratugum til þess auka vitundarvakningu um kynferðisofbeldi er margt sem enn má bæta. Fordómar gagnvart brotaþolum eru ansi lífsseigir og ofbeldismenn eru enn oft utan dagskrár. Orðanotkun og myndefni í fræðslu endurspeglar stundum þekkingarleysið. Fræðslustarf Stígamóta miðast við að gefa sem réttasta mynd af kynferðisofbeldi.
Í fræðslu er gjarnan gerð grein fyrir því hvernig sjálfshjálparstarfið virkar á Stígamótum. Hvernig valdefling er rauði þráðurinn í starfinu og m.a. vitnað í gæðamatskönnun á starfseminni. Komið hafa í ljós sterkar vísbendingar um að kvíði, streita og þunglyndi minnki og sjálfsvirðing aukist marktækt við það að nýta þjónustuna.
Þær eru lífsseigar goðsagnirnar um sekta brotaþola í kynferðisbrotamálum.
þeirra sem leita til Stígamóta þjást af skömm og sektarkennd vegna ofbeldsins.
þeirra sem leita á Stígamót voru fyrst beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar.
segjast þekkja þann sem beitti þau kynferðisofbeldi.
Um er að ræða ranghugmyndir sem mikil orka fer í að leiðrétta, því auðvitað er ofbeldi alltaf á ábyrgð þess sem því beitir, óháð aðstæðum.
Til þess að fyrirbyggja ofbeldi og til þess að takast á við afleiðingar þess, þarf að hafa skilning á fyrirbærinu og heildarsýn í huga. Enn má sjá ríka tilheigingu til þess að gera lítið úr þætti ofbeldismanna og réttlæta hegðun þeirra með tilvísun í hegðun brotaþola. Ósýnileiki og þöggun gegna svipuðu hlutverki og má sjá mýmörg dæmi um slíkt í bæði tali og myndefni í fræðslu. Úr þessu verður að bæta ef létta á ábyrgðinni af brotaþolum og losa þá við órökrétta skömm og sektarkennd.
Einnig er hægt að óska eftir fræðslu um ákveðin verkefni eins og Sjúkást og Bandamenn.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.