Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
-
Mánudaga
9-16
-
Þriðjudaga
9-16
-
Miðvikudaga
9-16
-
Fimmtudaga
11-16
-
Föstudaga
9-16
-
Helgar
Lokað
Á Stígamótum er unnið öflugt fræðslustarf. Það er meðal annars fólgið í stórum fræðsluverkefnum sem sem hafa ákveðin þemu, fyrirlestrum og upplýsingagjöf til almennings, stofnana og stjórnvalda. Kveikjan að þeim fræðsluverkefnum sem Stígamót taka fyrir hverju er fengin úr reynslu brotaþola. Dæmi um slík verkefni eru Styttum svartnættið, Allir krakkar, Sjúkást og Bandamenn.
Fræðsla og fyrirlestrahald eru mikilvægir liðir í starfsemi Stígamóta. Hægt er að óska eftir fræðslu og fyrirlestrum hjá Stígamótum. Algengt er að skólar, stofnanir og félagasamtök óski eftir fyrirlestri og er þá greitt fyrir þjónustuna. Reynt er að bregðast við slíkum beiðnum eins og tími og kraftar leyfa.
Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri. Afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra.
Rannsóknir sýna að fatlað fólk er í meiri áhættu fyrir því að verða fyrir ofbeldi en ófatlað fólk. Fatlaðar konur og fötluð börn eru í enn meiri áhættu. Oft er fatlað fólk orðið svo vant því að verða fyrir fordómum, niðurlægjandi viðhorfum eða lélegri þjónustu að það áttar sig ekki á því að það er að verða fyrir ofbeldi.
Miklu máli skiptir fyrir brotaþola að geta snúið sér til þeirra sem hann treystir með reynslu sína. Sumir hafa þörf fyrir að tala um reynsluna á meðan aðrir vilja það síður.
Vændi birtist í mörgum myndum. Einföld skilgreining á vændi er sú að einstaklingur selji líkama sinn til samræðis eða annarra kynmaka, sér til lífsviðurværis
Sjúkást er fræðslu- og forvarnaverkefni fyrir ungt fólk um kynbundið ofbeldi og áreitni. Markmiðið er að fræða ungmenni um mörk og samþykki með það að leiðarljósi að útrýma kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi.
Stígamót bjóða upp á ítarlegt námskeið um kynferðisofbeldi gegn konum, með sérstakri áherslu á hvað karlar geta gert til að berjast gegn því. Tilgangurinn er að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum hugtökum og viðfangsefnum sem varða kynbundið ofbeldi. Farið verður yfir hvernig baráttan hefur þróast og af hverju það er mikilvægt að karlar taki þátt í henni.
Stígamót hafa haldið fjöldan allan af ráðstefnum þar sem saman koma sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum sem snerta m.a. kynferðisofbeldi, forvarnir, afleiðingar og úrvinnslu. Stór hluti þeirra erinda hefur verið tekinn upp og er aðgengilegur á Youtube rás Stígamóta.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.