Föstudags-innlegg22. maí 2015

Eins og þau vita sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi þá eru afleiðingar þess alvarlegar og erfiðar og geta skert lífsgæði fólks mikið. Því er mikilvægt að gefa sér það að vinna úr þessum afleiðingum sem geta m.a. birst í tilfinningalegum doða, skömm, sektarkennd og lélegri sjálfmynd. Þó að sé auðvitað óþolandi að kynferðisofbeldi fyrirfinnist þá gleðjumst við á Stígamótum yfir öllum sem leita til okkar. Við tökum á m´ti körlum og konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. í framhaldinu má geta þess að í vikunni var annríki á Stígamótum eins og oftast. Hingað komu ótal margir í einstaklingsviðtöl og aðrir sóttu sér stuðning í sjálfshjálparhópum. Símaviðtöl voru veitt þeim sem ekki komast til okkar, bæði þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðis eða erlendis. Anna Bentína ráðgjafi skrapp austur á firði og var með viðtöl þar. Þóra og Anna Þóra fóru og fræddu fólk í hópnum, -Félag fagsólks um hópmeðferð – um starf og sjálfshjálparhópa Stígamóta.
Starfsfólk Stígamóta er boðið og búið að aðstoða, styðja og fræða konur og karlmenn. Ef þú vilt stuðning eða fræðslu hafðu þá samband við okkur hér á facebook, í síma 562-6868 eða á [email protected]

SKRUNAÐU

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót