Fjáröflun – sumarstörf11. maí 2020

Stígamót leita að hressu og duglegu fólki til að taka þátt í kynningarstarfi og fjáröflun. Starfið felst í því að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

SKRUNAÐU

Ertu í leit að áhugaverðu og gefandi starfi í sumar?

Stígamót leita að hressu og duglegu fólki til að taka þátt í kynningarstarfi og fjáröflun. Starfið felst í því að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki að leggja málefninu lið.

Í boði er allt að 60% starf og er vinnutíminn eftir hádegi virka daga. Starfið fer fram utandyra víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Ef þú…

– ert þessi framfærna og opna týpa
– hefur gaman af mannlegum samskiptum
– hefur áhuga á jafnréttismálum
– vilt vinna að réttlátara samfélagi

…þá er fjáröflunarstarf hjá Stígamótum eitthvað fyrir þig!

Hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um.

Frekari upplýsingar gefur Steinunn í síma 562-6868. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á [email protected] fyrir 20. maí.

Fleiri greinar

Hafa samband

Netspjall Stígamóta

Hér getur þú spjallað við ráðgjafa hjá Stígamótum.

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót