Er 13% réttlæti nóg?5. mars 2021

Það er deginum ljósara að réttarkerfið hefur litla sem enga burði til að vernda konur gegn ofbeldi sem lýsir sér kannski best í því hvernig mál kvenna sem tilkynna og kæra ofbeldi eru felld niður í stórum stíl áður en þau ná nokkurn tímann inn í dómsal.

SKRUNAÐU

Í dag sendir kvenna- og jafnréttishreyfingin á Íslandi frá sér þetta myndband til að vekja athygli á framgangi mála sem varða ofbeldi gegn konum innan réttarvörslukerfisins. Réttarkerfið á að færa okkur réttlæti, tryggja öryggi borgaranna gegn glæpum og dæma til refsingar þá sem brjóta af sér. Það er deginum ljósara að réttarkerfið hefur litla sem enga burði til að vernda konur gegn ofbeldi sem lýsir sér kannski best í því hvernig mál kvenna sem tilkynna og kæra ofbeldi eru felld niður í stórum stíl áður en þau ná nokkurn tímann inn í dómsal. Þarna er um að ræða kerfisbundið misrétti sem byggir á gömlum hugmyndum og mýtum en hefur tekið sér bólfestu djúpt í öllum ferlum kerfisins.

Tölurnar um afdrif nauðgunarmála innan réttarkerfisins í þessu myndbandi eru fengnar úr skýrslu sem skrifuð var af Hildi Fjólu Antonsdóttur og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur sem gefin var út árið 2013. Í þessari skýrslu er að finna einu tölfræðilegu samantektina á Íslandi á framgangi mála frá því að þau berast lögreglu, eru send til saksóknara og enda svo í dómsal. Þetta eru því nýjustu og bestu tölur sem hægt er að fá um ferli mála innan kerfisins. Embætti sem falla undir þessar þrjár meginstoðir réttarkerfisins, lögregla, saksóknarar og dómstólar, gefa alla jafna ekki út tölfræði sem hægt er að bera saman þvert á embættin og dómsmálaráðuneytið heldur ekki utan um þetta heldur. Íslensk stjórnvöld gefa því ekki út tölfræði þar sem hægt að er að skoða hvort framfarir verða í málaflokknum.

Við getum ekki sætt okkur við að 83% nauðgunarmála séu felld niður á leið sinni gegnum kerfið áður en þau komast í dómsal. Við getum ekki sætt okkur við þetta kerfisbundna misrétti sem konur búa við og að ríkið skuli bregðast skyldum sínum til vernda konur gegn ofbeldi. 13% réttlæti er ekki nóg. Við ætlum ekki sætta okkur við þetta og krefjumst breytinga strax!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót