Ályktun Jafnréttisráðs um kynbundinn launamun30. október 2014

Jafnréttisráð samþykkti á fundi sínum 8. október s.l. að hvetja alla þá sem koma að kjaramálum að leggja sig fram um að uppræta kynbundinn launamun og sætta sig ekki við óbreytt ástand.

SKRUNAÐU

Þrátt fyrir áratuga langa baráttu aðila vinnumarkaðarins, kvennahreyfingarinnar og þeirra sem láta sig málið varða er kynbundinn launamunur enn til staðar og með öllu óásættanlegur.
Jafnlaunavottun fyrirtækja og stofnanna, starfsmatskerfi og kynjuð hagstjórn eru verkfæri sem sýnt hefur verið fram á að nýtast við að leiðrétta þennan mun. Því þarf að hald áfram á þeirri braut og láta ekki staðar numið fyrr en kynbundinn launamunur heyrir sögunni til.
F.h. Jafnréttisráðs,
Fanný Gunnarsdóttir
formaður Jafnréttisráðs

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót