Áfallastreita sem afleiðing kynferðisofbeldis2. júlí 2014

Áfallið sem kynferðisofbeldi hefur í för með er svo djúpstætt að margir einstaklingar sem fyrir því verða þróa með sér áfallastreituröskun (e. Posttraumatic Stress Disorder eða PTSD) sem er þekkt læknisfræðilegt fyrirbæri.

Áfallastreituröskun er kvíðaröskun sem hlotist getur af alvarlegu áfalli sem fólk verður fyrir, þar sem lífi eða velferð þess eða annarra, er ógnað. Á meðan á áfallinu stendur upplifir fólk mikla hræðslu, hjálparleysi og hrylling. Í kjölfar áfallsins verða einhverjar af eftirfarandi breytingum á atferli og tilfinningalífi fólks og þurfa einkennin að vera til staðar í a.m.k mánuð til að greining sé gerð: Fólk leitast við að forðast allt sem minnir á áfallið svo sem hugsanir og tilfinningar tengdar því, sömu sögu er að segja um tiltekna staði eða athafnir. Það endurupplifir oft atburðinn með einum eða öðrum hætti og fær áleitnar endurminningar um hann. Með tímanum verður fólk áhugalausara og daprara en það á að sér og á almennt erfitt með að finna fyrir jákvæðum tilfinningum. Það upplifir sig oft einangrað frá öðrum og á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Slík einkenni geta orðið þrálát og jafnvel varað í áratugi eftir að áfallið átti sér stað.

SKRUNAÐU

Áfallið sem kynferðisofbeldi hefur í för með er svo djúpstætt að margir einstaklingar sem fyrir því verða þróa með sér áfallastreituröskun (e. Posttraumatic Stress Disorder eða PTSD) sem er þekkt læknisfræðilegt fyrirbæri.

Áfallastreituröskun er kvíðaröskun sem hlotist getur af alvarlegu áfalli sem fólk verður fyrir, þar sem lífi eða velferð þess eða annarra, er ógnað. Á meðan á áfallinu stendur upplifir fólk mikla hræðslu, hjálparleysi og hrylling. Í kjölfar áfallsins verða einhverjar af eftirfarandi breytingum á atferli og tilfinningalífi fólks og þurfa einkennin að vera til staðar í a.m.k mánuð til að greining sé gerð: Fólk leitast við að forðast allt sem minnir á áfallið svo sem hugsanir og tilfinningar tengdar því, sömu sögu er að segja um tiltekna staði eða athafnir. Það endurupplifir oft atburðinn með einum eða öðrum hætti og fær áleitnar endurminningar um hann.  Með tímanum verður fólk áhugalausara og daprara en það á að sér og á almennt erfitt með að finna fyrir jákvæðum tilfinningum. Það upplifir sig oft einangrað frá öðrum og á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Slík einkenni geta orðið þrálát og jafnvel varað í áratugi eftir að áfallið átti sér stað.

-Tekið úr grein eftir Önnu Bentínu Hermansen starfskonu Stígamóta. Greinina er hægt að lesa í heild sinni hérna:

https://stigamot.is/is/um-kynferdisofbeldi/greinar/afleidingar-kynferdisofbeldis-a-brotathola

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót