Sjálfsköðun/Sjálfsvígstilraunir

Sjálfsköðun er afleiðing sem kemur fram hjá brotaþolum með alls kyns hætti. Sjálfsköðun felst í því að við á einhvern hátt sköðum okkur eða tökum áhættur með eigið líf á einhvern hátt. Til dæmis með að skera okkur, svelta eða keyra hratt án bílbeltis upp á von og óvon um hvað gerist. Tilraunir til sjálfsvígs eru síðan alvarlegasta útgáfan af sjálfsköðun. Það getur verið auðveldara að þola líkamlegan sársauka en þann sem við upplifum innra með okkur. Með þessu erum að reyna að ná stjórn á líðan okkar og tilfinningum þó ekki nema væri í stutta stund. Sjálfskaðandi hegðun er oft leið til að lifa með þungbærum og alvarlegum afleiðingum kynferðisofbeldis en það er mikilvægt að vinna í rót vandans til að öðlast bætt lífsgæði.

Lykilorð

  • Taka áhættur
  • Sjálfsskaði
  • Skera sig
  • átröskun
  • Hraðakstur
  • Sjálfsvígshugsanir
  • Tilfinningastjórnun