Kvíði

Kvíði er tilfinning sem langflestir hafa fundið fyrir einhvern tímann á ævinni. Kynferðisofbeldi og afleiðingar þess geta ýtt undir kvíða. Kvíði er eðlilegt viðbragð við álagi eða erfiðum aðstæðum í lífinu. Stundum getur hann verið gagnlegur og hjálpað okkur að klára krefjandi verkefni.

Hins vegar getur kvíði orðið hamlandi ef  hann er of mikill og kemur fram án þess að í raun sé ástæða til. Kvíði getur komið fram í alls kyns líkamlegum einkennum eins og til dæmis sem  þungur hjartsláttur, mæði, vöðvaspenna, sviti, roði, doði, ógleði og margt fleira. Hugsanir á borð við að búast við hinu versta einkenna kvíða sem og tilfinningar á borð við ótta og áhyggjur. Einkennin geta verið viðvarandi eða komið í köstum.

Lykilorð

  • Viðbragð við álagi
  • Hugsanir sem eru ekki alltaf rökréttar
  • Hamlandi
  • Þungur hjartsláttur
  • Mæði
  • Vöðvaspenna
  • Sviti
  • Roði
  • Ógleði