Lokað 24. október 2023 – Kvennaverkfall23. október 2023

Af gefnu tilefni verður lokað á Stígamótum þriðjudaginn 24. október.  Stígamót hvetja konur og kvár til að leggja niður störf, bæði launuð og ólaunuð störf. Þetta er mikilvægt til að minna okkur á að jafnrétti hefur ekki verið náð og enn þurfum við baráttu fyrir fullu kynjajafnrétti.

SKRUNAÐU
Hinn þráláti launamunur kynjanna og kynbundið ofbeldi eru tvær hliðar á sama peningnum – nefninlega undirokun kvenna. Konur lifa í ótta um að verða fyrir ofbeldi af hendi karla alla ævi og um fjórðungur kvenna verður fyrir kynbundnu ofbeldi – yfirleitt af hendi maka eða annars nákomins. Að lifa í þessum ótta, læra það á unglingsárum hvernig eigi að ”passa sig” á körlum og verða yfirkomnar af skömm ef einhver brýtur á þér hlýtur að lita öll samskitpi kynjanna og samfélagið allt. Það hlýtur að lita sjálfsmat kvenna, hvort konur treysta sér inn á karlavettvang og jafnvel að taka slagi við karla í hinu opinbera rými. Allt þetta hefur áhrif.
Vitneskjan um að konur eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi af hendi karla litar valdatengsl á milli kynjanna og valdatengsl hafa áhrif á virðismat karla og kvenna á vinnumarkaði.
Allt er þetta samtengt – það verður ekkert jafnrétti fyrr en karla hætta að beita konur ofbeldi. Öryggi og jafnræði í einkalífinu er forsenda öryggis og jafnræðis á opinbera sviðinu.
Leggjum niður störf – sýnum hvers virði við erum – krefjumst öryggis og virðingar!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót