DAGSKRÁ – „Ofbeldismenn á Íslandi“18. september 2023

Hinn 12. október næstkomandi halda Stígamót ráðstefnuna „Ofbeldismenn á Íslandi“ á Hótel Hilton.
SKRUNAÐU
Ráðstefnan er ætluð öllum sem vilja dýpka skilning á því hverjir séu ofbeldismenn, af hverju þeir fremji ofbeldi, hvernig sé hægt að aðstoða menn til að hætta að beita ofbeldi og hvað það er í menningu okkar og samfélagi sem viðheldur ofbeldi. Meðal fyrirlesara eru innlendir og erlendir rannsakendur, fulltrúar félagasamtaka og stofnana sem veita aðstoð, sálfræðingar sem vinna með ofbeldismönnum og sérfræðingar sem hafa skoðað ofbeldi út frá samfélagslegum þáttum.
Hægt er að skrá sig á eftirfarandi hlekk og við hvetjum fólk til að hafa snör handtök þar sem sæti í sal eru takmörkuð, en einnig er hægt að skrá sig í streymi: https://stigamot.is/vara/radstefna-ofbeldismenn-a-islandi/
Hlökkum til að sjá þig!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót