Hafa Samband
Opnunartímar móttöku
- 
																
Mánudaga
9-16
 - 
																
Þriðjudaga
9-16
 - 
																
Miðvikudaga
9-16
 - 
																
Fimmtudaga
11-16
 - 
																
Föstudaga
9-16
 - 
																
Helgar
Lokað
 
Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum verður umfjöllunarefnið "Sjúk ást". Það er frábært að fá tækifæri til að ræða ofbeldi í nánum samböndum ungmenna á þessum samráðsvettvangi faghópa sem koma að starfi með börnum og ungmennum.
Á næsta morgunverðarfundi Náum áttum verður umfjöllunarefnið "Sjúk ást". Það er frábært að fá tækifæri til að ræða ofbeldi í nánum samböndum ungmenna á þessum samráðsvettvangi faghópa sem koma að starfi með börnum og ungmennum.
Dagskráin er ekki af verri endanum en hún er eftirfarandi:
Hvað er femínísk kynfræðsla?
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari
Ofbeldi í unglingasamböndum – Birtingarmyndir og afleiðingar
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra á Stígamótum
Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum
Breytt viðhorf
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir
Eruð þið sjúklega ástfangin eða "sjúk"lega ástfangin? – Um #sjúkást
Heiðrún Fivelstad, verkefnastýra á Stígamótum
Steinunn Ólína Hafliðadóttir,verkefnastýra á Stígamótum
Markvissa fræðslu í 1.- 10. bekk, tilraunaverkefni í kynfræðslu
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur
Fundurinn er að venju haldinn á Grand hóteli við Sigtún og er frá klukkan 8.15  til 10 .
Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. 
Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. 
Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.
Náum áttum er samstarfsvettvangur eftirfarandi stofnana og félaga: Embætti landlæknis, Barnaverndarstofa, Reykjavíkurborg, Félag fagfólks í frítímaþjónustu, æska/Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Umboðsmaður barna, FRÆ Fræðsla og forvarnir,
Þjóðkirkjan, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Lögreglan á höfuðborgarvæðinu, og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.
Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.