Sálfræðin að baki kynferðisbrotum – fyrirlestur8. apríl 2016

Nina Burrowes er sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur Englands á sviði kynferðisbrota. Hún mun halda fyrirlestur á Stígamótum mánudaginn næstkomandi kl. 12:00. Í fyrirlestrinum kemur Nina víða við, bæði er varðar líf þolenda og málefni gerenda. Hún mun meðal annars fjalla um kynlíf eftir kynferðisofbeldi og um það hvers vegna svo fáir gerendur þurfa að svara til saka og hvað mætti betur fara innan réttarkerfisins. Dr. Burrowes starfar meðal annars við að þjálfa lögreglumenn, saksóknara, dómara, heilbrigðisstarfsmenn og annað fagfólk sem kemur að barnaverndarmálum í Bretlandi.

SKRUNAÐU

Nina Burrowes er sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur Englands á sviði kynferðisbrota. Hún mun halda fyrirlestur á Stígamótum mánudaginn næstkomandi kl. 12:00. 

Í fyrirlestrinum kemur Nina víða við, bæði er varðar líf þolenda og málefni gerenda. Hún mun meðal annars fjalla um kynlíf eftir kynferðisofbeldi og um það hvers vegna svo fáir gerendur þurfa að svara til saka, um mikilvægi aukinnar þekkingar á málaflokknum, hvað mætti betur fara innan réttarkerfisins og hvað við öll skiptum máli í baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Dr. Burrowes starfar meðal annars við að þjálfa lögreglumenn, saksóknara, dómara, heilbrigðisstarfsmenn og annað fagfólk sem kemur að barnaverndarmálum í Bretlandi. Hún hefur að auki verið mjög virk innan grasrótarinnar og er m.a. ein af upphafsaðilum The Clear Line Festival, fyrsta festival Bretlands þar sem kynferðisbrot voru í brennidepli. 

Hún er höfundur bókarinnar "Responding to the challenge of rape myths in court. A guide for prosecutors". Einnig hefur hún skrifað bækurnar "The courage to be me", myndskreytta bók sem fjallar um úrvinnslu þess að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og "What every parent needs to know." Þá hefur hún gefið út mörg myndbönd þar sem hún svarar hinum ýmsu spurningum tengdum kynferðisbrotum. 

Dr. Burrowes er eftirsóttur álitsgjafi þegar kemur að kynferðisbrotamálum og hefur hún meðal annars birst í BBC’s Woman’s Hour, The Moral Maze, Sky News, Channel 4 News, The Independent, The Guardian og The Observer. Að auki vinnur hún nú með On Road Media við að rannsaka umfjöllum fjölmiðla um kynferðisbrot. 

Nánari upplýsingar um Ninu og hennar vinnu má finna hér: http://ninaburrowes.com/home

https://www.facebook.com/TheCartooningPsychologist/?fref=ts

Fyrirlesturinn er skipulagður í samstarfi við Lögvís sem veitir lagalega þjónustu og ráðgjöf á sviði kynferðisbrota. Fyrir nánari upplýsingar um viðburðinn og/eða komu Ninu má hafa samband við Sigrúnu Jóhannsdóttur í gegnum netfangið [email protected].

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót