Rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningsúrræðum26. mars 2015

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum lauk nýverið stórri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningi. Í kjölfarið var gefinn út skýrsla um helstu niðurstöður rannsóknarinnar og bæklingur um ofbeldi gegn fötluðum konum. Efnið er aðgengilegt á auðlesnu máli, táknmáli og hljóðskrá.

SKRUNAÐU
Í rannsókninni voru tekin viðtöl við fatlaðar konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi. Einnig komu fatlaðar konur saman í rýnihópum og ræddu ofbeldi gegn fötluðum konum .Að auki var gerð símakönnun og tekin viðtöl við ráðgjafa sem starfa hjá félagasamtökum sem veita þolendum ofbeldis stuðning og fólk sem hefur reynslu af því að aðstoða fatlaðar konur sem hafa verið beittar ofbeldi. 
 
Niðurstöður sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál í öllum þeim fjórum Evrópulöndum sem tóku þátt í verkefninu, líka á Íslandi. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu ofbeldi. Ofbeldið var oft þaggað niður og falið og konurnar fengu sjaldan stuðning til að takast á við afleiðingar þess. Þær töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hve algengt og alvarlegt ofbeldi gegn fötluðum konum er. Fáar kvennanna fengu aðstoð við að kæra eða stuðning til að fylgja málum sínum eftir. Þær bentu á að þegar fatlaðar konur segðu frá ofbeldi, væri þeim oft ekki trúað. 
 
Smellið á eftirfarandi linka til að skoða efnið nánar:
 
Allar upplýsingar um rannsóknina hér.
 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót