Ráðgjafi óskast7. febrúar 2022

Við á Stígamótum leitum að ráðgjafa í fullt starf til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. Um er að ræða viðbót í starfshópinn vegna aukinnar aðsóknar.

SKRUNAÐU

Á Stígamótum tökum við á móti brotaþolum kynferðisofbeldis með það að markmiði að vinna úr áföllum og valdefla þá einstaklinga sem til okkar koma. Einnig sinnum við fræðslustarfi og vitundarvakningu um málaflokkinn.

Starfshópurinn á Stígamótum er samansettur af fagaðilum á ýmsum sviðum svo sem sálfræði, félagsráðgjöf, fjölskyldumeðferð, kynjafræði, listmeðferð, náms- og starfráðgjöf og fleira. Vinnustaðurinn er lifandi, skemmtilegur og í stöðugri þróun. Starfið byggist á reynslu okkar af vinnu með brotaþolum þar sem femínísk hugmyndafræði er höfð að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að nýta styrkleika og hæfni hvers og eins starfskrafts.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót