Nýtt fræðsluefni fyrir karlkyns brotaþola8. desember 2015

Stígamót var að gefa út fræðslubækling fyrir karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis. Undanfarin misseri hefur umræðan um karla sem brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar.

SKRUNAÐU

Stígamót var að gefa út fræðslubækling fyrir karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis. Undanfarin misseri hefur umræðan um karla sem brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar.

Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brotaþola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri. Það hefur sýnt sig að þegar karlar leita sér hjálpar hjá Stígamótum þá verða þeir ánægðari með sjálfa sig, komast í betra tilfinningalegt jafnvægi og eiga betri tengsl við maka, börn og fjölskyldu. Afleiðingar kynferðisofbeldis eru ekki síður alvarlegar fyrir karla og þeir eru hjartanlega velkomnir á Stígamót.

Markmið fræðsluefnisins er meðal annars: að öllum sé ljóst að karlar og strákar geti orðið fyrir kynferðisofbeldi; að uppræta neikvæðar og skaðlegar staðalmyndir sem tengjast karlmennsku, kynlífi, kynhegðun og karlmönnum sem þolendur kynferðisofbeldis; og stuðla að því fleiri karlmenn leiti sér hjálpar vegna afleiðinga kynferðisofbeldis.

Verkefnið er meðal annars styrkt af Forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar.

Bæklinginn er hægt að nálgast hér.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót