Istanbúlsáttmálinn – framtíðarverkfæri kvennathvarfahreyfingarinnar28. ágúst 2016

Fréttatilkynning frá Norrænum konum gegn ofbeldi.

Istanbúlsáttmálinn – framtíðarverkfæri kvennathvarfahreyfingarinnar

Hin árlega ráðstefna norrænu kvennaathvarfahreyfingarinnar ,Norrænna kvenna gegn ofbeldi var haldin í Kristíansand í Noregi helgina 26.-28. Ágúst, með þátttöku um 200 kvenna frá öllum Norðurlöndunum. Istanbúlsáttmálinn sem er sáttmáli Evrópuráðsins um meðferð ofbeldis gegn konum og heimilisofbeldis var þema ráðstefnunnar.

SKRUNAÐU

Fréttatilkynning frá Norrænum konum gegn ofbeldi.

Istanbúlsáttmálinn – framtíðarverkfæri kvennathvarfahreyfingarinnar

Hin árlega ráðstefna norrænu kvennaathvarfahreyfingarinnar ,Norrænna kvenna gegn ofbeldi var haldin í Kristíansand í Noregi helgina 26.-28. Ágúst, með þátttöku um 200 kvenna frá öllum Norðurlöndunum. Istanbúlsáttmálinn sem er sáttmáli Evrópuráðsins um meðferð ofbeldis gegn konum og heimilisofbeldis var þema ráðstefnunnar.

Sáttmálinn er eitt  af beittustu verkfærunum sem við höfum í baráttunni gegn ofbeldi.  Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að taka ábyrgð á forvörnum gegn ofbeldi, vernd þeirra sem beitt hafa verið ofbeldi, refsingu brotamanna og að undirgangast eftirlit sérfræðinganefndar um ofbeldi.   

Ábyrgð aðildarríkjanna er meginatriði.  Mun meiri vinnu þarf að leggja í  aðgerðir, eigi sáttmálinn að skila árangri. Það þarf að aðlaga lagaumhverfi, tryggja fjármagn og setja í gang nauðsynleg verkefni.

Framleiða á kennsluefni fyrir  námskrár á öllum skólastigum skólakerfisins um jafnrétti milli kynjanna, kynhlutverk sem víkja frá staðalímynd um kyngervingu, gagnkvæma virðingu, friðsamlegar lausnir á átökum, kynbundið ofbeldi og friðhelgi einstaklinga.  Sú vitundarvakning sem þessari  aðgerð mun fylgja,  er forsenda þess að auka öryggi kvenna á Norðurlöndunum. 

Þjónusta skal standa brotaþolum til boða hvort sem þeir  er reiðubúnir að leggja fram kæru eða vitna gegn gerendum eða ekki.  Skýrt  er kveðið á um samvinnu við og fjármögnun frjálsra félagasamtaka. Taka verður tillit til ofbeldisbrota við ákvörðun forsjár og umgengnisréttar við börn. Umgengisréttur og umönnun má ekki verða til þess að réttur og öryggi brotaþola og barn verði settur  í hættu.  Karlar og drengir verða hvattir  til þess að taka virkan þátt í baráttunni gegn ofbeldi.  Skyldubundnar sáttameðferðir, þar á meðal sáttamiðlanir og sáttaumleitanir vegna allra birtingarmynda ofbeldis eru bannaðar. 

Mikilvægt ákvæði gerir ráð  fyrir því að samþykki verði útgangspunkturinn í  nauðgunarákvæðum.  Það á ekki vera nauðsynlegt lengur  að sanna þvingun eða ofbeldi, enda á að virða kynferðislegt sjálfræði við allar aðstæður. 

 

Ísland og Noregur hafa enn ekki fullgilt sáttmálann.  Norrænar  konur  gegn  ofbeldi skora á íslensk og norsk stjórnvöld að taka ábyrgð og fullgilda strax.  Fimm ár eru liðinn síðan sáttmálinn var  saminn og afnám ofbeldis getur ekki beðið.

 

Istanbúlsáttmálinn hefði orðið enn betri hefði hann kveðið á um að klám og vændi væru birtingarmyndir  ofbeldis.  Gott hefði verið ef aðildarríkin hefðu skuldbundið sig til þess að nota ákveðinn hlut af fjárlögum í baráttuna gegn ofbeldi og enn betra hefði verið að skýr viðurlög lægju við því að uppfylla ekki ákvæði sáttmálans. 

Norræna kvennaathvarfahreyfingin hefur miklar væntingar til sáttmálans og konur munu standa vaktina eftir bestu getu.  En skuldbindingar aðildarríkjanna og framkvæmd sáttmálans eru forsendur þess að sáttmálinn geri gagn. 

Við erum bjartsýnar og sannfærðar um að ef að allir geri skyldu sína, getum við afnumið kynbundið ofbeldi og komið á raunverulegu jafnrétti í  hinum norrænu velferðarríkjum. 

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót