Heimasíða Fjölmenningarseturs14. mars 2011

Heimasíða Fjölmenningarseturs hefur verið uppfærð og er nú á átta tungumálum. Auk íslensku er búið að þýða hana yfir á ensku, pólsku, króatísku, tailensku, spænsku, rússnesku og litháísku. Á síðunni má finna upplýsingar um Ísland og íslenskt samfélag. Áhersla er lögð á að fólk sem flyst til landsins erlendis frá geti kynnt sér réttindi sín og skyldur og nálgast upplýsingar um hverdagslega hluti á auðveldan hátt. Á síðunni er sérstakt sveitarfélagaviðmót þar sem finna má upplýsingar um helstu opinbera þjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Orðskýringar eru einnig á vefnum sem hafa nú verið þýddar á sjö tungumálum. Síðan getur nýst starfsfólki sveitarfélaga og stofnana til að aðstoða útlendinga því alltaf er hægt að sjá á íslensku hvað verið er að þýða í hverju tilviki.
 
Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.
Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.
Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku.   Vefslóðin er: http://www.mcc.is/
 
 
 

SKRUNAÐU

Heimasíða Fjölmenningarseturs hefur verið uppfærð og er nú á átta tungumálum. Auk íslensku er búið að þýða hana yfir á ensku, pólsku, króatísku, tailensku, spænsku, rússnesku og litháísku. Á síðunni má finna upplýsingar um Ísland og íslenskt samfélag. Áhersla er lögð á að fólk sem flyst til landsins erlendis frá geti kynnt sér réttindi sín og skyldur og nálgast upplýsingar um hverdagslega hluti á auðveldan hátt. Á síðunni er sérstakt sveitarfélagaviðmót þar sem finna má upplýsingar um helstu opinbera þjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Orðskýringar eru einnig á vefnum sem hafa nú verið þýddar á sjö tungumálum. Síðan getur nýst starfsfólki sveitarfélaga og stofnana til að aðstoða útlendinga því alltaf er hægt að sjá á íslensku hvað verið er að þýða í hverju tilviki.

 

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Fjölmenningarsetur starfrækir upplýsingasíma á pólsku, serbnesku/króatísku, taílensku, spænsku, litháísku og rússnesku.   Vefslóðin er: http://www.mcc.is/

 

 

 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót