Stígamót fengu samfélagsverðlaun Fréttablaðins 201520. mars 2015

Þessi verðlaun eru mikill heiður og hvatning fyrir Stígamót og viðurkenning á mikilvægi starfseminnar. Sem felst m.a. í stuðningi við brotaþola og aðstandendur og fræðslu og vitundarvakningu í samfélaginu. Okkur verður hugsað til þeirra 7000 sem nýtt hafa þjónustuna og fyrir hönd Stígamótafólks þökkum við í auðmýkt.

SKRUNAÐU

Þessi verðlaun eru mikill heiður og  hvatning fyrir Stígamót og viðurkenning á mikilvægi starfseminnar. Sem felst m.a. í stuðningi við brotaþola og aðstandendur og fræðslu og vitundarvakningu í samfélaginu.  Okkur verður hugsað til þeirra 7000 sem nýtt hafa þjónustuna og fyrir hönd Stígamótafólks þökkum við í auðmýkt.

Látum hér fylgja það sem Erla Björg Gunnarsdóttir hjá Fréttablaðinu skrifar;

Grasrótarsamtökin Stígamót hlutu Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins að þessu sinni fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi og þá aðstoð sem samtökin veita þeim sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi. Verðlaunaféð er tólf hundruð þúsund krónur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Samfélagsverðlaunin, sem veitt voru í tíunda sinn í dag.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að í þau 25 ár sem Stígamót hafa starfað hafi þau gert kynferðisofbeldi sýnilegt, komið því upp á yfirborðið og eru ómetanlegt bakland fyrir alla þá sem á stuðningi þurfa að halda.

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót