Bíókvöld í kvöld kl. 2025. nóvember 2014

Stígamót bjóða til stuttmyndasýningar kl. 20 þriðjudagskvöldið 25. nóvember. Tilefnið er upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst sama dag.

Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir sem fjalla um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Tvær af þessum myndum voru sýndar á fyrirlestri Kerstin Kristensen sem kom til landsins frá Svíþjóð í maí á þessu ári. Nú munum við sýna allar fimm myndirnar sem fjalla um mismunandi tegundir ofbeldis sem ólíkir hópar fatlaðra kvenna verða fyrir.

Myndirnar eru á sænsku en með enskum texta. Þær eru það vel leiknar að jafnvel þótt maður skilji ekki tungumálið né textann sýna þær birtingarmyndir ofbeldis á áhrifaríkan hátt.

Hver mynd er um 5-10 mínútur en fjallað verður stuttlega um efni hverrar myndar fyrir sig að henni lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir!

SKRUNAÐU

Stígamót bjóða til stuttmyndasýningar kl. 20 þriðjudagskvöldið 25. nóvember. Tilefnið er upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst sama dag.

Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir sem fjalla um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Tvær af þessum myndum voru sýndar á fyrirlestri Kerstin Kristensen sem kom til landsins frá Svíþjóð í maí á þessu ári. Nú munum við sýna allar fimm myndirnar sem fjalla um mismunandi tegundir ofbeldis sem ólíkir hópar fatlaðra kvenna verða fyrir.

Myndirnar eru á sænsku en með enskum texta. Þær eru það vel leiknar að jafnvel þótt maður skilji ekki tungumálið né textann sýna þær birtingarmyndir ofbeldis á áhrifaríkan hátt.

Hver mynd er um 5-10 mínútur en fjallað verður stuttlega um efni hverrar myndar fyrir sig að henni lokinni.

Allir hjartanlega velkomnir!

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót