Ályktun Þroskahjálpar um sérmenntaðan starfsmann Stígamóta30. október 2014

Landssamtökin Þroskahjálp héldu fulltrúafund sinn í Varmahlíð 18. Október sl. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

SKRUNAÐU

Landssamtökin Þroskahjálp fagna því að Stígamót hafa nýverið ráðið sérmenntaðan starfsmann til að sinna fötluðu fólki sem orðið hefur fyrir ofbeldi. Samtökin benda á þá staðreynd að fatlað fólk, bæði fullorðnir og börn, eru því miður frekar útsett fyrir ofbeldi en aðrir. Því ættu aðrar stofnanir samfélagsins sem vinna að slíkum málum að taka sér Stígamót til fyrirmyndar og efla sérþekkingu sína hvað varðar fatlanir og fatlað fólk.

Góðar kveðjur
Landssamtökin Þroskahjálp
www.throskahjalp.is

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót