Ný skýrsla Stígamóta um ofbeldismenn kynferðisofbeldis12. október 2023

Í dag kom út ný skýrsla á vegum Stígamóta. Um er að ræða greiningu á tölfræðigögnum sem safnað er meðal þeirra sem sóttu þjónustu samtakanna vegna kynferðisofbeldis á árunum 2013-2021. Þær niðurstöður sem við kynnum hér eru unnar upp úr gögnum sem Stígamót hafa safnað saman um það ofbeldi sem notendur þjónustu okkar hafa orðið fyrir. Við höfum um árabil spurt um ofbeldismennina, hverjir þeir séu, hver tengsl þeirra eru við brotaþola og hvernig þeir hafi til dæmis brugðist við þegar þeir eru gerðir ábyrgir fyrir ofbeldinu. Skýrslan er framlag Stígamóta til umræðunnar um hverjir séu ofbeldismenn og af hverju þeir beiti ofbeldi.

SKRUNAÐU

Hér má finna skýrsluna í heild sinni: Stigamot_Ofbeldismenn_2023 

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 

  • Langflestir ofbeldismanna eru íslenskir karlar og yfir helmingur ofbeldismanna var á aldrinum 18 til 39 ára þegar þeir beittu brotaþola kynferðisofbeldi. 
  • Meirihluti ofbeldismanna voru tengdir þeim sem þeir brutu á fjölskylduböndum eða voru vinir og kunningjar þeirra. 
  • Ofbeldismenn gerðu oft eitthvað til að undirbúa og/eða viðhalda kynferðisofbeldinu sem þeir beittu. Um 43% ofbeldismanna unnu sér inn traust brotaþola og um 32% þeirra byggði upp tilfinningaleg tengsl. 
  • Lágt hlutfall brotaþola höfðu rætt við ofbeldismann um kynferðisofbeldið sem þeir beittu þá. Í um helmingi tilfella, þar sem brotaþoli hafði rætt ofbeldið við ofbeldismanninn og greint frá því hvernig ofbeldismaður brást við, kenndi ofbeldismaður brotaþola um ofbeldið eða hafnaði því alfarið. 
  • Fáir ofbeldismenn voru kærðir til lögreglu. Enn færri fengu dóm á hærri Dómstigum. 
  • Meirihluti ofbeldismanna sem beitti stafrænu kynferðisofbeldi voru makar, fyrrverandi makar, vinir eða kunningjar þeirra sem þeir brutu á.  
  • Kynferðisofbeldi hefur áhrif á aðstandendur ofbeldismanna. Í rúmlega helmingi tilfella hafði kynferðisofbeldið gert samskipti aðstandanda ofbeldismanns og ofbeldismanns sjálfs erfiðari. 

Fleiri greinar

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu.

Panta tíma

Það er aldrei of seint. Pantaðu tíma núna.

Hafa Samband möguleikar Stígamót